Undir 18 ára drengjalið Íslands mátti þola tap í kvöld fyrir Danmörku á Norðurlandamótinu í Kisakallio, 58-81. Liðið hefur því unnið einn leik og tapað tveimur til þessa, en síðasti leikur þeirra er gegn Svíþjóð í fyrramálið.
Karfan spjallaði við leikmann liðsins Jónas Steinarsson eftir leik í Kisakallio. Segir hann að liðið hafi ekki alveg verið með kveikt á öllu í byrjun og að liðið hafi verið að láta dóma fara í taugarnar á sér, en danska liðið spilaði af miklum ákafa og áræðni í leiknum.