spot_img
HomeFréttirJón Sverrisson til Njarðvíkinga

Jón Sverrisson til Njarðvíkinga

Jón Sverrisson og körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hafa gert með sér samkomulag að leikmaðurinn muni leika með liðinu á komandi tímabili. Jón er uppalinn hjá Fjölni en samdi til tveggja ára við Stjörnuna árið 2013 eftir að hafa slitið krossband í janúar á því sama ári.  Jón kom ekki mikið við sögu hjá Stjörnunni og átti við meiðsli að stríða þar en  hefur náð sér í gott form og er tilbúin í átökin fyrir komandi tímabil í Dominosdeildinni.  

 

Besta tímabil Jóns var árið 2012 þegar hann spilaði fyrir uppeldisklúbb sinn í Fjölni þegar hann skoraði um 10 stig á leik og var að hirða um 8 fráköst. Fráköstin vissulega eitthvað sem Njarðvíkinga vantaði uppá.   Njarðvíkingar munu því skarta tveimur Jón Sverrissonum á komandi tímabil, annar hinsvegar með Arnór í millinafn. 

Fréttir
- Auglýsing -