spot_img
HomeFréttirJón Sverrisson enn fjarri

Jón Sverrisson enn fjarri

 Glöggir áhorfendur tóku eftir því var ekki bara Justin Shouse sem vantaði í lið Stjörnunnar gegn Keflavík í gærkvöldi, en hinn baráttuglaði Jón Sverrisson var einnig fjarri góðu gamni.
 
Jón birti ekki alls fyrir löngu mynd af sér á hækjum tveimur á facebook síðu sinni, og með fylgdu skilaboðin: 
 

 
Jón var mikilvægur hlekkur í undanúrslitaliði Stjörnunnar síðasta vetur og skilaði 9.1 stigi, 5.5 fráköstum og skaut 60,2% úr tveggja stiga skotum sínum. Vonir standa til að Jón geti snúið aftur á völlinn í kringum áramótin næstu.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -