spot_img
HomeFréttirJón stigahæstur þegar Granada féll

Jón stigahæstur þegar Granada féll

 
Ljóst varð í gær að CB Granada, lið Jóns Arnórs Stefánssonar í ACB deildinni á Spáni, væri fallið þegar liðið fékk skell á útivelli gegn Unicaja, einu af sterkustu liðum deildarinnar. Lokatölur leiksins voru 78-53 Unicaja í vil en Jón var stigahæstur í liði Granada með 17 stig og 3 fráköst.
Vertíðin hefur ekki gengið sem skyldi hjá Granada, mikið um meiðsli og sterkir leikmenn horfið á braut og nú er svo búið að liðið fellur um deild. Jón var ótvírætt einn af burðarásum liðsins á tímabilinu en fékk sinn skerf af meiðslum og var nokkuð frá á köflum.
 
Einn leikur er eftir á leiktíðinni en Granada hefur leikið 33 leiki, unnið 7 og tapað 26. Næsta lið fyrir ofan í sextánda sæti hefur unnið 9 leiki svo þrátt fyrir sigur í síðustu umferðinni mun Granada ekki bjarga sér frá falli.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -