02:01
{mosimage}
Þegar Snæfellingar þurftu mest á því að halda steig Jón Ólafur Jónsson upp og gerði mikilvægar körfur fyrir sína menn. Jón þurfti samt að fylgjast með síðustu mínútum leiksins af hliðarlínunni því hann fékk fimm villur í leiknum. Jón gerði 13 stig í leiknum en hann segir Snæfellinga enn vera svolítið ryðgaða en að leikurinn gegn KR gefi þó Snæfellingum færi á því að sjá hvað þeir þurfi að laga fyrir næstu umferð.
,,Ég var ekki sáttur við síðustu villuna sem ég fékk, það þýðir samt ekkert að kenna dómurunum um neitt í þessu því við byrjuðum leikinn hræðilega og það vantaði alla baráttu í vörnina. Það er aðallega vörnin sem var gallinn okkar í þessum leik,” sagði Jón Ólafur í samtali við Karfan.is ,,Við erum ennþá svolítið ryðgaðir, við erum að spila ólíkan sóknarleik frá því sem hefur verið hjá okkur, við erum að spila agaðri leik núna en við höfum áður gert. Þó við höfum tapað þá er þetta ágætt veganesti og við sjáum nú hvað við þurfum að bæta.”