spot_img
HomeFréttirJón og Helena körfuknattleiksfólk ársins 2010

Jón og Helena körfuknattleiksfólk ársins 2010

 
Stjórn körfuknattleikssambands Íslands hefur valið Jón Arnór Stefánsson og Helenu Sverrisdóttur körfuboltamann og konu ársins 2010 segir í fréttatilkynningu frá sambandinu.
Helena Sverrisdóttir:
TCU College
Bakvörður
22 ára
180 cm
 
Helena Sverrisdóttir er á sínu fjórða og síðasta ári með TCU háskólanum sem er með eitt besta körfuboltalið landsins. Helana hefur látið mikið að sér kveða þessi þrjú ár sem hún hefur verið með liðinu og þess vegna eru gerðar miklar kröfur til hennar fyrir núverandi tímabil.
 
Tölfræði Helenu á tímabilinu sem af er:
17.7 stig á leik
6.6 fráköst á leik
3.8 stoðs. á leik
 
Var valin besti leikmaður Mountain West riðilsins tímabilið 2009-2010
Var valin í úrvalslið riðilsins fyrir námsárangur 2010
Var valin besti leikmaður vikunnar í riðlinum í tvígang 2010
Var tilnefnd sem ein af 50 leikmönnum í háskólaboltanum til Naismith verðlauna sem leikmaður ársins 2010-2011
Var tilnefnd sem ein af 25 leikmönnum í háskólaboltanum til Wooden verðlauna sem leikmaður ársins 2010-2011
Var tilnefnd sem ein af 5 bestu leikmönnum landsins í sinni leikstöðu fyrir tímabilið 2010-2011
 
Helena á framtíðina fyrir sér í því sem hún tekur sér fyrir hendur, hún hefur sýnt það með mikilli fórnfýsi og aga að hún á eftir að ná langt. Útsendarar bestu liða í Evrópu fylgjast með henni sem og forráðamenn liða í bandarísku WNBA deildinni. Verður fróðlegt að fylgjast með hvað gerist næsta vor og sumar hjá Helenu.
 
 
Jón Arnór Stefánsson:
 
Granada ( ACB – Efsta deild á Spáni )
Bakvörður
28 ára
196 cm
 
Jón Arnór Stefánsson hefur átt frábært ár ( 2010 ) með Granada sem leikur í ACB deildinni á Spáni sem er sterkasta deild í heimi fyrir utan NBA deildina. Granada rétt missti af tækifærinu á að komast í úrslitakeppnina á Spáni sl. vor.
 
Á þessu tímabili hefur Granada lent í nokkrum hremmingum þar sem ýmsir lykilmenn hafa verið meiddir og einn leikmaður seldur til Barcelona. Jón Arnór er sannarlega hjartað í þessu liði og leikur mikilvægt hlutverk fyrir lið sitt og hefur stigið upp og nánast tekið liðið á sínar herðar í mörgum leikjum. Afrek Jóns er mjög mikið í því tilliti í hvaða deild hann spilar og hversu stórt hlutverk hann leikur með liði sínu.
 
Vitað er um áhuga liða sem eru að spila í Meistaradeild Evrópu en Jón hefur leikið með liðum í þeirri deild í nokkur ár.
 
Tölfræði Jóns á tímabilinu þar sem af er:
 
10 stig á leik
1.7 fráköst á leik
1.7 stoðs. á leik
 
Jón Arnór og Helena hafa sýnt á síðustu árum að þau eru í fremstu röð íslenskra íþróttamanna og árangur þeirra í hinum stóra heimi körfuboltans undirstrikar það.
 
Fréttir
- Auglýsing -