Jón Norðdal Hafsteinsson framherji Keflvíkinga er meiddur og er óvíst hvenær hann spilar næst með liði Keflvíkinga. Þessi baráttu hundur kastaði sér á eftir tuðrunni í bikarleiknum gegn Snæfell á dögunum en endaði með bakið í þrífót frá myndatökumanni RÚV.
"Ég er ekkert búin að æfa núna síðustu viku og var meira og minna í sjúkraþjálfun. Svo prófaði ég æfingu á laugardag og stífnaði allur strax upp. Fór svo í nudd á sunnudag og prófaði að hitta upp í gær, en þetta var ekki að ganga upp. Ég er að vonast til að heyra í lækni í dag og fæ þá að vita hvað sé í gangi en vonandi er þetta ekkert alvarlegt. Tíminn einn leiðir þetta í ljós hjá mér" sagði Jón í samtali við Karfan.is
Það kom ekki niðri á leik liðsins í gær en Jón vissulega mikilvægur hlekkur í liði Keflvíkinga og vil Guðjón þjálfari þeirra eflaust fá kappann sem fyrst aftur í hópinn.