spot_img
HomeFréttirJón Norðdal frá vegna meiðsla

Jón Norðdal frá vegna meiðsla

 Jón Norðdal Hafsteinsson framherji Keflvíkinga er meiddur og er óvíst hvenær hann spilar næst með liði Keflvíkinga. Þessi baráttu hundur kastaði sér á eftir tuðrunni í bikarleiknum gegn Snæfell á dögunum en endaði með bakið í þrífót frá myndatökumanni RÚV.
 "Ég er ekkert búin að æfa núna síðustu viku og var meira og minna í sjúkraþjálfun. Svo prófaði ég æfingu á laugardag og stífnaði allur strax upp. Fór svo í nudd á sunnudag og prófaði að hitta upp í gær, en þetta var ekki að ganga upp. Ég er að vonast til að heyra í lækni í dag og fæ þá að vita hvað sé í gangi en vonandi er þetta ekkert alvarlegt. Tíminn einn leiðir þetta í ljós hjá mér" sagði Jón í samtali við Karfan.is 
 
Það kom ekki niðri á leik liðsins í gær en Jón vissulega mikilvægur hlekkur í liði Keflvíkinga og vil Guðjón þjálfari þeirra eflaust fá kappann sem fyrst aftur í hópinn. 
Fréttir
- Auglýsing -