spot_img
HomeFréttirJón með 11 stig í sigri

Jón með 11 stig í sigri

 Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza byrja leiktíðina vel en í dag sigruðu þeir lið Caja Laboral 88:75 á heimavelli.  Jón spilaði 23 mínútur og skilaði 11 stigum í sarpinn fyrir Zaragoza. Lið Laboral er svo sem ekkert slor lið því þeir skarta meðal annars Svartfellingnum Taylor Rochestie sem flestir ættu að þekkja því kappinn sá til þess eins síns liðs að Svartfellingar töpuðu ekki fyrir Íslandi hérlendis fyrir skömmu.  
 Óhætt er því að segja að Jón hafi komið fram smá hefnd á kappann í dag með þessum sigri. 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -