7:37
{mosimage}
Jón Halldór Eðvaldsson og körfuknattleiksdeild Keflavíkur hafa gert með sér tveggja ára samning um að Jón Halldór þjálfi liðið áfram. Jón Halldór tók við liðinu sumarið 2006 og hefur því stýrt því í þrjú tímabil og unnið einn Íslandsmeistaratitil og tapað einu sinni í úrslitum og tvisvar farið með liðið í bikarúrslit án þess að vinna.
Jón Halldór sagði í samtali við karfan.is að það væri verið að vinna í leikmannamálum fyrir næsta tímabil og það myndir skýrast fljótlega hvernig hópurinn verður skipaður.
Aðspurður um hvað liðið þyrfti að gera öðruvísi en í vetur sagði Jón Halldór: „Nú við þurfum að vinna fleiri leiki. Við verðum að leggja meira á okkur, meiri læti og vera í betra formi. Svo er aldrei að vita nema að það verði komið með nýja vídd inn í þetta.“
Hver er sú vídd?
„Hún er í mótun og verður á boðstólnum næsta vetur fyrir þá sem koma og sjá okkur þá“
Verðið þið með erlendan leikmann allan veturinn næsta vetur?
„Við skulum sjá hvað kemur út úr körfuknattleiksþinginu í vor, allt undir því komið. Svo er þetta líka spurning um fjármálin, stjórnin hér í Keflavík hefur þá stefnu að koma Keflavík ekki í fjárhagsvandræði og ég er fylgjandi því. Þannig að við verðum að bíða og sjá.“
Mynd: [email protected]