Breiðablik lagði Keflavík í kvöld í Subway deild kvenna, 91-68. Eftir leikinn er Keflavík í 5. sæti deildarinnar með 8 stig á meðan að Breiðablik er í 7. sætinu með 2 stig, en leikurinn var sá fyrsti sem þær vinna samkvæmt töflu deildarinnar.
Karfan spjallaði við Jón Halldór Eðvaldsson þjálfara Keflavíkur eftir leik í Smáranum, en þetta var fimmti leikurinn í röð sem að liðið tapar í Subway deildinni.