spot_img
HomeFréttirJón Guðmundsson hættur með Keflavík

Jón Guðmundsson hættur með Keflavík

Jón Guðmundsson þjálfari kvennaliðs Keflavíkur mun hafa tilkynnt leikmönnum sínum eftir síðasta leik liðsins gegn Val í úrslitum Dominosdeildarinnar að hann komi ekki til með að þjálfa liðið áfram. Jafnframt hefur Jón gert stjórn Keflavíkur kunngjörnt um uppsögn sína.

“Það er helst breytingar hjá mér í starfi sem eru að gera það að verkum að ég myndi ekki ná að sinna þessari þjálfun eins og mig langar til og því er þetta eina sem var í stöðunni í raun og veru. Allt gert í góðu bróðerni milli bæði mín og félagsins. ” sagði Jón í samtali við Karfan.is

Flott tímabil á uppöldum leikmönnum og einum erlendum

“Við áttum gríðarlega flott tímabil að mínu mati. Lungan af vetri leiddum við deildina og í raun flugum undir radar að mörgu leyti í þeirri stöðu, sem var fínt. Athyglin var meira á spútnik liði KR og svo Helenu þegar hún snéri heim. Við förum svo í úrslitaeinvígið gegn fyrna sterku liði Vals þar sem við mættu einfaldlega liði sem var of sterkt. Allt þetta gerðum við á leikmönnum sem eru uppaldir hjá félaginu og einum erlendum leikmanni.” sagði Jón að auki.

Aldrei að vita með að snúa aftur í dómarabúning.

Jón sem fyrir tímabilið hafði verið dómari í Dominosdeildunum og var meðal annars kosinn besti dómari deildarinnar tímabilið 2011-2012 sagði ekki loku fyrir því skotið að snúa aftur í dómgæsluna. “Það er aldrei að vita, ég er svo sem ekki komin svo langt. Nú slökum við aðeins á eða svona eins mikið og ég get leyft mér.” sagði Jón að lokum hlægjandi, en Jón þjálfaði ekki einungis meistaraflokk kvenna hjá Keflavík heldur var hann einnig aðstoðarþjálfari karlaliðsins ásamt því að þjálfa yngriflokka.

Samkvæmt heimildum er leit af nýjum þjálfara fyrir liðið nú þegar komin í gang.

Fréttir
- Auglýsing -