spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaJón Gnarr styður Skallagrím

Jón Gnarr styður Skallagrím

 

Jón Gnarr, fyrrum borgarstjóri Reykjavíkur og landskunnur listamaður, kom hinum íslenska körfuknattleiksheimi heldur betur á óvart í gær með því að panta sér Skallagrímsderhúfu.

 

 

Skallagrímur í Borgarnesi höfðu auglýst glæsilegar nýjar húfur til sölu á Twitter reikning sínum. Svaraði Jón því á samskiptamiðlinum með ósk um að fá að vita hvar hann kaupi húfuna. Skallagrímur svaraði því með að Ebbi bílstjóri sæi um söluna á þeim.

 

 

Ekki verið á hreinu til þessa með hvaða liði Jón hefur haldið í Dominos deildunum, þó einhverjir spekingar teljist minnast þess að hafa heyrt það áður að hann styðji Skallagrím. 

 

Algjörlega komið á hreint með hvaða liði hann heldur eftir þetta, en ekki fylgir það sögunni hvort hann sé væntanlegur á leiki í Fjósið í Borgarnesi í vetur.

 

 

Jón setti svo inn mynd af sér á Twitter með húfuna fyrir um klukkustund:

 

Það er Atlantic Headwear, sem sá um hönnun og framleiðslu á Skallagrímshúfunni og vilji stuðningsmenn kaupa hana er þeim bent að hafa samband við Skallagrím.

 

Mynd: Jón Gnarr á Twitter

Fréttir
- Auglýsing -