Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson hefur verið boðaður til æfinga með NBA meisturum Golden State Warriors samkvæmt frétt The Athletic.
Líkt og önnur NBA lið eru Warriors með æfinga fyrir leikmenn sem þykja koma til greina fyrir hóp vetrarins, en 15 leikmenn eru vanalega í hópi liða yfir tímabilið og 20 þegar að deildin er í fríi. Jón Axel er ekki í amalegum hópileikmanna sem liðið hefur boðað til æfinga, en ásamt honum eru fyrrum NBA leikmennirnir Ben McLemore, Elfrid Payton, Rondae Hollis-Jefferson, Kenneth Faried, Miye Oni, Ty-Shon Alexander og Wesley Saunders, sem allir eru líkt og Jón með lausa samninga fyrir komandi tímabil.
Jón Axel hefur leikið á Ítalíu og í Þýskalandi síðan hann kláraði Davidson háskólann fyrir tveimur árum, en verðmætasti leikmaður síðustu úrslita, leikmaður Warriors, Stephen Curry, er einmitt úr sama skóla. Þá tók Jón þátt í sumardeildinni 2021 með liði Phoenix Suns.