spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaJón Axel stoðsendingahæstur er Pesaro vann sinn þriðja leik í röð

Jón Axel stoðsendingahæstur er Pesaro vann sinn þriðja leik í röð

Jón Axel Guðmundsson og Pesaro lögðu Verona í gærkvöldi með 3 stigum í ítölsku úrvalsdeildinni, 76-73.

Pesaro hefur gengið vel það sem af er vetri, eru í 4. sæti deildarinnar með tíu sigra og sex töp.

Á 20 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Jón Axel tveimur stigum, þremur fráköstum og fjórum stoðsendingum, en hann var stoðsendingahæstur í liði Pesaro í leiknum.

Næsti leikur Pesaro er þann 29. janúar gegn Sassari.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -