Í hverri viku munu sérfræðingar Körfunnar spá fyrir um hverja umferð í Dominos deildunum. Sérfræðingarnir verða fyrrum körfuboltamenn, þjálfarar, áhugamenn eða einhver allt annar.
Fjórða umferð Dominos deildar karla fer af stað í kvöld þegar fjórir leikir eru á dagskrá. Hingað til hefur lítið verið um óvænt úrslit og því spurning hvað gerist í kvöld.
Til gamans má geta að spámaður síðustu umferðar var með alla sex leikina rétta. Jón Björn er þekktur nostradamus og því spurning hvort hann taki ekki við Siggu Kling með stjörnuspánna á næstunni.
Spámaður vikunnar er Grindvíkingurinn og núverandi leikmaður Davidson háskólans í Bandaríska háskólaboltanum: Jón Axel Guðmundsson.
________________________________________________________________________
Þór Þ 80 – Grindavík 96
Grindavík kemur eins og nýtt lið inn í þessa umferð. Lewis er kominn til að leiða liðið eftir að liðinu vantaði leiðtoga. Baldur mun reyna allt til þess að stoppa þá en Lewis, Óli, Sigtryggur og Kuiper munu eiga stórleik.
Tindastóll 85 – Njarðvík 86
Njarðvík fer á einn erfiðasta útivöll landsins en þeir eru á eldi akkúrat núna. Einar Árni teiknar upp play með þrjár sekúndur eftir fyrir King Loga, þeir ákveða að taka þriggja fyrir sigri og boltinn fer spjaldið ofan í. Verður hörku leikur á milli tveggja bestu liðana í deildinni akkúrat núna.
Haukar 72 – Breiðablik 80
Nýliðarnir ná í sinn fyrsta sigur og ég held að íslendingarnir muni blómstra. Haukarnir munu ströggla og eiga erfitt með að skora í þessum leik. Verður æsispennandi en Breiðablik endar leikinn á góðu áhlaupi til þess að klára leikinn.
Keflavík 84 – Stjarnan 87
Stjarnan tekur þetta eftir að Keflavík klikkar þrist til að jafna. Ég held að X-faktorinn(litháenin) í Keflavíkurliðinu muni eiga stórleik. Hlynur verður með þrefalda tvennu og verður óstöðvandi í þessum leik. Þessi lið eru toppliðin með Njarðvík og Tindastól þessa stundina.
Skallagrímur 90 – ÍR 76
Finnur Jóns er að mynda geggjaða stemningu í Borgarnesi. Maggi Mix hitar upp fyrir leik og gefur Eyjó einhvern kraft og Eyjó setur 40+ stig í þessum leik. ÍR mun ströggla ef Matti verður ekki með, þessar tölur gætu breyst ef Matti spilar.
Valur 90 – KR 85
Oddur Kristjánsson mun leiða Val til sigurs og vera á eldi fyrir utan línuna. Þetta verður algjör bræða slagur þar sem Björn verður í eldlínuni hinum megin líka. Þegar kemur að loka mínutunum held ég að Raggi Nat muni trufla KR sóknina mikið og hans varnarframlag muni stoppa KR og gefa Val sigur yfir Reykjavíkurborginni.
Spámenn tímabilsins: