Jón Axel Guðmundsson og Pesaro máttu þola tap fyrir Brindisi í úrvalsdeildinni á Ítalíu í dag, 70-100.
Eftir leikinn eru Pesaro í 4.-8. sæti deildarinnar með 11 sigra og 9 töp líkt og Sassari, Trentino, Varese og Brindisi.
Á 18 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Jón Axel sjö stigum og stoðsendingu.