Bakverðir íslenska liðsins, þeir Jón Axel Guðmundsson og Kári Jónsson, voru báðir valdir í 5 manna úrvalslið B deildar evrópumóts undir 20 ára drengja. Báðir voru þeir stórkostlegir á mótinu. Jón Axel með 17 stig (þriðji stigahæsti á mótinu), 8 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 stolna bolta að meðaltali í leik. Kári með mjög svipaðar tölur, 17 stig (fjórði stigahæsti á mótinu), 5 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 stolna bolta að meðaltali í leik.
Með þeim í úrvalsliðið voru valdir Lovro Mazalin (Króatíu), Vasileios Charalampopoulos (Grikklandi) og Zoran Nikolic (Svartfjallalandi)