spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaJón Axel og félagar tryggðu sig beint upp í ACB deildina

Jón Axel og félagar tryggðu sig beint upp í ACB deildina

Jón Axel Guðmundsson og San Pablo Burgos tryggðu sér sæti í ACB deildinni á Spáni er þeir lögðu Fuenlabrada í toppslag Primera FEB deildarinnar, 87-74.

Á tæpum 28 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Jón Axel 14 stigum, 6 fráköstum og stoðsendingu.

San Pablo Burgos hafa því tryggt sér efsta sæti deildarinnar og þar með beina leið upp í efstu deild Spánar, ACB.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -