Jón Axel Guðmundsson og San Pablo Burgos lögðu Real Betir í Primera Feb deildinni á Spáni, 87-67, en deildin er sú næst efsta á Spáni.
Á rúmum 14 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Jón Axel 6 stigum, 3 fráköstum og 4 stoðsendingum.
Sem áður eru Jón Axel og félagar í efsta sæti deildarinnar með 21 sigur það sem af er, einum sigur leik fyrir ofan Estudiantes og Fuenlabrada sem eru í 2. til 3. sætinu.