spot_img
HomeFréttirJón Axel og félagar með "upset"

Jón Axel og félagar með “upset”

 

Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í Davidson háskólanum gerðu sér lítið fyrir og slógu út efsta lið Atlantic 10 riðilsins í úrslitakeppni riðilsins.  Fyrir leikinn höfðu Dayton aðeins tapað heilum 3 leikjum í allan vetur og eru "rankaðir" númer 21 yfir allt landið. 73:67 varð lokastaða leiksins en Davidson leiddu í hálfleik með 37 stigum gegn 25.  Þegar rúm mínúta var eftir var jafnt í stöðunni 65:65 eftir að okkar maður hafði sett niður risa þrist.  Eftir það tóku Davidson forystuna í leiknum þegar þeirra helsti skorari Jack Gibbs setti niður þrist sem að Dayton svaraði með tveggja stiga körfu hinumegin.  Jack Gibbs var svo aftur á ferðinni þegar hann nelgdi niður öðrum þrist og Dayton náðu ekki að svara þessu og því sigurinn Davidson skólans.  

 

Jón Axel gerði vel að vanda.  Var í byrjunarliðinu og skoraði 9 stig gaf 3 stoðsendingar og hirti 5 fráköst. 

 

Davidson spilar gegn sigurvegara út leik Rhode Island og St. Bonaventure sem fram fer núna. 

 

 

 

 

Mynd/GBragason:  Jón Axel með foreldrum sínum eftir leik í kvöld, Guðmundi Bragasyni og Stefaníu Jónsdóttur. 

Fréttir
- Auglýsing -