Jón Axel Guðmundsson heldur áfram að gera flotta hluti fyrir Davidson háskólann. Í kvöld tapaði liðið gegn stórliði North Carolina.
Íslendingurinn var með tvöfalda tvennu í tilefni dagsins og endaði með 15 stig og 11 fráköst. Hann var stigahæstur í liði Davidson ásamt Luke Frampton.
Þetta er þriðja tvenna Jóns Axels sem er í stóru hlutverki hjá liði Davidson. Lokastaðan í leik kvöldsins var 82-60 fyrir North Carolina.
Jon Axel Gudmundsson now with his 3rd double-double of the season. Jon Axel with 12 pts, 10 boards today. UNC leads 66-45 with 8:25 left
— Davidson Basketball (@DavidsonMBB) December 29, 2018