spot_img
HomeFréttirJón Axel kominn í hóp með Donovan Mitchell og Joel Embiid -...

Jón Axel kominn í hóp með Donovan Mitchell og Joel Embiid – AP All American honorable mention

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Davidson í bandaríska háskólaboltanum var í dag nefndur til sögunnar sem næstur inn á lista í úrvalslið NCAA deildarinnar fyrir þetta síðasta tímabil.

Í heildina voru 55 leikmenn nefndir til sögunnar, þar sem að 17 fengu titilinn “All-American”, en Jón er ásamt 38 öðrum í því sem kallast gæti “honorable mention”, eða næstir inn. Er hann þar í góðum hópi verðandi atvinnumanna í íþróttinni, þar sem einhver nafnanna eru talin næstum örugg inn í NBA deildina fyrir næsta tímabil.

Efstir á lista fyrir þessa nafnbót voru Duke leikmennirnir Zion Williamson og R.J Barrett, en ásamt þeim var Grant Williams úr Tennesse háskólanum jafn í efsta sætinu. Þá var Zion einnig valinn leikmaður ársins af öllum helstu miðlum vestan hafs.

Ljóst er að um risastóra nafnbót er að ræða fyrir Jón, sem var að enda við að klára sitt þriðja tímabil hjá Davidson. Til þess telja nokkra frá síðustu árum sem hafa verið á þessum “honorable mention”, eða næstir inn lista er hægt að nefna Mo Bamba (2018), Donovan Mitchell (2017), Pascal Siakam (2016), Montrezl Harrell (2015) og Joel Embiid (2014)

Listann má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

All American:

R. J. Barrett Duke
Grant Williams Tennessee
Zion Williamson Duke
Rui Hachimura Gonzaga
Ja Morant Murray State
Cassius Winston Michigan State
Ethan Happ Wisconsin
Markus Howard Marquette
Jarrett Culver Texas Tech
Carsen Edwards Purdue
De’Andre Hunter Virginia
Dedric Lawson Kansas
P. J. Washington Kentucky
Kyle Guy Virginia
Brandon Clarke Gonzaga
Mike Daum South Dakota State
Chris Clemons Campbell

Næstir inn:

Keith Braxton, Saint Francis (PA)
Ignas Brazdeikis, Michigan
Tookie Brown, Georgia Southern
Chris Clemons, Campbell
R. J. Cole, Howard
Jeremy Combs, Texas Southern
Jarron Cumberland, Cincinnati
Mike Daum, South Dakota State
Jordan Davis, Northern Colorado
Cameron Delaney, Sam Houston State
Lamine Diane, Cal State Northridge
Daniel Gafford, Arkansas
Jon Axel Gudmundsson, Davidson
Rapolas Ivanauskas, Colgate
Ty Jerome, Virginia
Cameron Johnson, North Carolina
Anthony Lamb, Vermont
Fletcher Magee, Wofford
Caleb Martin, Nevada
C. J. Massinburg, Buffalo
Garrison Mathews, Lipscomb
Luke Maye, North Carolina
Drew McDonald, Northern Kentucky
Sam Merrill, Utah State
Jaylen Nowell, Washington
Miye Oni, Yale
Shamorie Ponds, St. John’s
Myles Powell, Seton Hall
Admiral Schofield, Tennessee
Marial Shayok, Iowa State
B. J. Stith, Old Dominion
Matisse Thybulle, Washington
Jake Toolson, Utah Valley
Marques Townes, Loyola (IL)
Tremont Waters, LSU
Coby White, North Carolina
Justin Wright-Foreman, Hofstra
Cameron Young, Quinnipiac

Fréttir
- Auglýsing -