Það er ýmislegt sem körfuknattleiksiðkendur brasa í þessu samkomubanni og líklega flestir sem gera heimaæfingar og annað sem félögin hafa útbúið.
Jón Axel Guðmundsson hefur boðið uppá æfingar með sér og einkaþjálfara sínum á fjarfundakerfinu Zoom. Tvær æfingar í síðustu viku sem hlutu frábærar viðtökur. Margir tóku þátt og var ljóst á samfélagsmiðlum að æfingarnar voru fjölbreyttar og skemmtilegar.
Jón Axel er þessa dagana að undirbúa sig fyrir nýliðaval NBA deildarinnar sem hann ætlar sér að vera hluti af, en það ætti ef allt væri eðlilegt að fara fram í júní.
Vegna frábærra viðtakna hefur Grindvíkingurinn því ákveðið að bjóða uppá fleiri æfingar í þessari viku. Magnað framtak hjá þessum frábæra leikmanni.
Þrjár æfingar eru á áæltun í þessari viku, sú fyrri á morgun, miðvikudaginn 29. apríl kl 19:00. Önnur æfing fer fram á laugardaginn, 2. maí kl 15:00 og sú síðasta sem er á planinu er á sunnudag kl 15:00. Með Jóni er einkaþjálfari hans, Blake Boehringer. Farið verður í boltaæfingar, styrk, úthald og moves seríur.
Eina sem þarf að gera er að vera mætt með 2 körfubolta, 1 tennisbolta, og handklæði.
Nánari upplýsingar koma á Facebook síðu Jóns Axels. Einnig verður fréttin uppfærð reglulega.
Linkurinn fyrir æfinguna miðvikudaginn 29. apríl kl 19:00 er hér.
Einstakt tækifæri fyrir alla unga sem aldna körfuboltaiðkendur að bæta sig í þessu árferði sem uppi er. Því líkt og á sumrin er þetta tími til bætinga.
Hægt verður að leggja til frjáls framlög til þeirra félaga sem standa fyrir æfingunum.