Jón Axel Guðmundsson og Fraport Skyliners máttu þola tap í dag fyrir Wurzburg í úrvalsdeildinni í Þýskalandi. Skyliners það sem af er með fimm sigra og sjö töp í 9. sæti deildarinnar.
Á 37 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Jón Axel 21 stigi, 4 fráköstum, 3 stoðsendingum og stolnum bolta. Næsti leikur Skyliners er gegn Hamburg þann 23. janúar.