Jón Axel Guðmundsson og HLA Alicante máttu þola tap í kvöld fyrir toppliði Burgos í Leb Oro deildinni á Spáni, 98-95.
Á tæpum 32 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Jón Axel 18 stigum, 5 fráköstum, 7 stoðsendingum og stolnum bolta, en hann var framlagshæstur í liði Alicante í leiknum.
Alicante eru eftir leikinn í 6. sæti deildarinnar með sjö sigra og fimm töp það sem af er deildarkeppni.