spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaJón Axel framlagshæstur er sigurganga San Pablo Burgos hélt áfram

Jón Axel framlagshæstur er sigurganga San Pablo Burgos hélt áfram

Jón Axel Guðmundsson og San Pablo Burgos lögðu Tizona Burgos í Primera Feb deildinni á Spáni í dag, 73-88.

Á tæpum 32 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Jón Axel 12 stigum, 8 fráköstum, 4 stoðsendingum og stolnum bolta, en Jón leiddi lið San Pablo í framlagi í leiknum.

Jón Axel og félagar eru sem áður í efsta sæti deildarinnar, nú með þrettán sigra og aðeins eitt tap það sem af er tímabili, en sigurinn í dag var sá sjötti í röð hjá liðinu.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -