Háskóladrengirnir okkar eru svo sannarlega að fá að upplifa drauma sína. Jón Axel Guðmundsson upplifði líkast til einn slíkan í nótt þegar hann mætti í Dean Smith Center í North Carolina háskólanum og spilaði gegn 7. besta liði Bandaríkjanna (samkvæmt Ranking kerfi þeirra heimamanna) Jón Axel og félagar urðu að játa sig sigraða gegn feykilega sterku liði UNC en áttu hinsvegar í fullu tré við þennan mikla risa. UNC leiddi með 10 stigum í hálfleik og þar má segja að hafi verið vendipunkturinn því seinni hálfleik sigraði Davidson skólinn með 1 stigi. Lokatölur urðu 74:83 UNC í vil. Jón Axel spilaði 30 mínútur í leiknum og skoraði 10 stig og tók 6 fráköst og var frákasta hæstur hjá Davidson. Af 74 stigum voru þrír leikmenn sem skoruðu 62 stig, Jack Gibbs, Payton Aldridge og svo Jón Axel Guðmundsson.
Kristinn Pálsson og félagar í Marist spiluðu einnig í nótt og töpuðu fyrir liði Albany 78:66. Kristinn spilaði 14 mínútur og tók 2 fráköst og sendi 1 stoðsendingu.
Á þriðjudag spiluðu svo Furman gegn liði Liberty þar sem Kristófer Acox var í byrjunarliði Furman. Kristófer skoraði 7 stig o gtók 5 fráköst á þeim 25 mínútum sem hann spilaði.