Jón Axel Guðmundsson var í eldlínunni með liði sínu Fraport Skyliners fyrr í kvöld í þýsku úrvalsdeildinni. Liðið mætti þá Niners Chemnitz í fimmtu umferð deildarinnar.
Óhætt er að segja að Fraport hafi náð forystunni snemma í leiknum og gáfu hana aldrei af hendi eftir það. Að lokum fór svo að Fraport vann góðan útisigur 70-83.
Jón Axel var að vanda öflugur hjá Fraport, hann endaði með 15 stig, 5 stoðsendingar og 4 stolna bolta á tæpum 35 mínútum. Hann var næststigahæstur í liðinu.
Q3 | 54:60
— FRAPORT SKYLINERS (@skyliners1999) December 6, 2020
Jon Axel Gudmundsson sorgt für die 6-Punkte-Führung
_
Alle Spiele LIVE bei MagentaSport pic.twitter.com/EpHlm42QdN
Þetta var fyrsti sigur Jóns Axels með Fraport í deildarkeppninni en liðið hafði tapað þremur síðustu leikjum sínum. Fraport situr í 13. sæti deildarinnar.