spot_img
HomeFréttirJón Axel fagnaði 1000 stigunum með magnaðri frammistöðu

Jón Axel fagnaði 1000 stigunum með magnaðri frammistöðu

Davidson vann í kvöld sigur á Saint Louis í æsispennandi leik þar sem Jón Axel Guðmundsson átti kvöldið.

Jón Axel endaði með 27 stig fyrir Davidson í 54-53 sigri og var hann því með helming allra stiga liðsins í kvöld. Þá bætti hann við 5 fráköstum og einni stoðsendingu.

Þar að auki tryggði hann sigurinn með tveimur vítaskotum þegar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. Ís í æðum Jón Axel sem var hreinlega með sýningu í leik kvöldsins.

Bakvörðurinn íslenski náði einnig þeim árangri í kvöld að brjóta þúsund stiga múrinn hjá Davidson. Því ljóst að um eftirminnilegt kvöld er að ræða fyrir þennan frábæra leikmann.

Twittersíða Davidson skellti í glæsilegt myndband í tilefni áfangans sem má sjá hér að neðan:

Fréttir
- Auglýsing -