Jón Axel Guðmundsson og Crailsheim Merlins máttu þola tap í kvöld fyrir Brose Bamberg í þýsku úrvalsdeildinni, 91-81.
Eftir leikinn er Crailsheim í 9. sæti deildarinnar með tólf sigra og ellefu töp það sem af er tímabili.
Á rétt tæpum 24 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Jón Axel 8 stigum, 3 fráköstum, 3 stoðsendingum og 3 stolnum boltum.
Næsti leikur Jóns Axels og Crailsheim er þann 1. apríl gegn Hamburg Towers.