spot_img
HomeFréttirJón Arnór verður með í London

Jón Arnór verður með í London

  Jón Arnór Stefánsson mun koma til með að spila með íslenska landsliðinu á miðvikudag í leiknum mikilvæga gegn Bretum sem gæti hugsanlega tryggt Ísland sæti á lokakeppni EM næsta sumar. Jón Arnór hefur ekki verið með liðinu hingað til sökum samningaleysis og þá áhættu sem fylgir því að spila með liðinu uppá meiðsli, sem myndu svo gott sem útiloka samningsstöðu hans erlendis. 
 
Jón hefur hefur farið yfir málin með fjölskyldu sinni og í samráði var tekin sú ákvörðun að kappinn myndi láta slag standa og spila í það minnsta þennan leik.  Ísland sem fyrr segir í dauða færi að komast á lokamót og því hlýtur það að hafa haft stóran þátt í þessari ákvörðun Jóns.  Liðið hefur hingað til staðið sig frábærlega í þessari keppni og þessi viðbót í Jóni Arnóri ætti að vera bærileg lóð á vogskálar okkar Íslendinga fyrir þennan stórleik sem í vændum er.
 
Liðið er nú komið til London frá Bosníu og mun Jón Arnór og Helgi Magnússon ferðast í morgunsárið til móts við liðið, en Helgi þurfti að segja sig frá Bosníuferðinni vegna anna í vinnu. 
 

Mynd: Tekið nú rétt áðan þegar félagarnir voru að fara um borð í vél Icelandair áleiðis til London
Fréttir
- Auglýsing -