Framundan er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir Íslenska landsliðið í forkeppni Eurobasket 2021 gegn Portúgal á útivelli. Leikmannahópur liðsins var kynntur á blaðamannafundi nú fyrir stuttu.
Nýlega kom í ljós, rétt áður en hann var á leið til landsins að Haukur Helgi Briem Pálsson, leikmaður Nanterre 92 í Frakklandi, væri meiddur og að hann þarfnaðist hvíldar sem og Jón Arnór Stefánsson, KR, sem hefur heldur ekki tekið þátt í æfingum liðsins undanfarið vegna meiðsla sem hann er að ná sér góðum af. Von er á þeim báðum til baka fyrir næsta glugga í lok nóvember.
Ingi Þór Steinþórsson þjálfari KR sagði í samtali við Körfuna í gær að hann gerði ráð fyrir að Jón Arnór kæmi til æfinga um miðjan mánuðinn en hann hefur verið að ná sér góðum af meiðslum. Óvíst er með meiðslin hjá Hauk Helga.