spot_img
HomeFréttirJón Arnór og félagar með sópinn á lofti

Jón Arnór og félagar með sópinn á lofti

 

 

Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í Valencia sópuðu liði Unicaja Malaga fyrr í dag út úr 8 liða úrslitum spænsku ACB deildarinnar. Jón, sem spilaði einmitt á síðasta ári með Malaga, var fyrrum félögum sínum einkar erfiður í dag. Hann skoraði 12 stig, tók 2 fráköst og gaf 3 stoðsendingar á aðeins 18 mínútum spiluðum. Jón var því næststigahæstur fyrir sína menn, en stigahæstur var miðherjinn Justin Hamilton með 22 stig.

 

 

Valencia mætir því að öllum líkindum liði Real Madrid í undanúrslitum úrslitakeppni ACB deildarinnar spænsku þetta árið. Það ættu að vera spennandi viðureignir, en í deildarkeppni þessa árs munaði aðeins tveim sigurleikjum á liðunum. Real Madrid í 2. sæti með 28 sigra á meðan að Valencia var í því 3. með 26. Real á þó eftir að klára sína rimmu gegn UCAM Murcia þar sem staðan er 1-1 (fyrstur að vinna 2 leiki fer áfram)

 

 

 

Tölfræði

Fréttir
- Auglýsing -