Jón Arnór Stefánsson hefur spilað frábærlega fyrir íslenska liðið í þessum tveimur leikjum sem búnir eru á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín. Hann er fjórði efstur í stoðsendingum á mótinu með 5,5 í leik – aðeins einni stoðsendingu frá Litháanum Mantas Kalnietis sem leiðir mótið með 6,5. Ekki lakari menn en Sergio Llull og Vassilis Spanoulis með sama fjölda stoðsendinga og okkar maður.
Tölfræði Jóns er ekki af verri endanum. Auk þess að vera meðal 5 efstu í stoðsendingum er hann með 17 stig að meðaltali í leik og 1,5 fröst. Helstu tölfræðileiðtogar mótsins eru hér á myndinni að neðan.
Mynd: Jón Arnór skilur Brooklyn Nets leikmanninn Andrea Bargnani eftir í rykinu (Skúli Sig)