6:30
{mosimage}
Jón Arnór Stefánsson lét mikið að sér kveða í æfingaleik ítalska körfuknattleiksliðsins Lottomatica Roma gegn NBA-liðinu Toronto Raptors í Róm í dag. Jón Arnór skoraði 19 stig í leiknum en það dugði ekki til þar sem kanadíska liðið skoraði 93 stig gegn 87 stigum ítalska liðsins.
Jón Arnór byrjaði á varamannabekknum í dag en hann lék samt sem áður í 35 mínútur af alls 40 og var skotnýting hans frábær. Hann hitti úr 7 af alls 9 tveggja stiga skotum sínum í leiknum, 3 af alls 4 þriggja stiga skotum hans fóru ofaní.
Tölfræði leiksins.
Hápunkta leiksins er hægt að finna hér og þar sést Jón Arnór meðal annars keyra að körfunni, skora og fiska villu.
Hægt er að lesa meira um leikinn á ensku hér.
Mynd: www.virtusroma.it