spot_img
HomeFréttirJón Arnór: Leikgleðin áberandi hjá okkur

Jón Arnór: Leikgleðin áberandi hjá okkur

CAI Zaragoza hefur farið vel af stað í ACB deildinni á Spáni en hún er oftar en ekki talin sterkasta deildin í heimi á eftir NBA deildinni. Landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson skipar stóran sess í liði Zaragoza og segir leikgleðina áberandi í herbúðum liðsins.
,,Já byrjunin er mjög góð sem er mikilvægt því við eigum tvo erfiða leiki næst," sagði Jón en í þriðju umferð deildarinnar mætir Zaragoza liði Valencia á útivelli og í fjórðu umferð leikur Zaragoza heima gegn Barcelona sem tapað hafa fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni þetta árið.
 
,,Við spilum vel saman sem lið og allir eru að skila góðu framlagi. Leikgleðin er áberandi hjá okkur og þessu verðum við að halda til streitu. Menn eru ekkert að fara fram úr sér, mótið er mjög langt."
 
  
Fréttir
- Auglýsing -