Jón Arnór Stefánsson er hættur körfuknattleiksiðkunn og leggur skónna á hilluna eftir tap gegn KR. Þetta staðfesti hann í viðtali við Körfuna stuttu eftir leik.
Síðasti leikur Jóns var með Val er liðið tapaði fyrir KR í rosalegri seríu í 8. liða úrslitum Dominos deildar karla. Jón fór útaf með 5 villur í fjórða leikhluta og endaði með 9 stig.
Jón Arnór Stefánsson er alinn upp hjá KR og spilaði þar til ársins 2002 er hann hafði verið valinn efnilegasti og besti leikmaðurinn í íslensku úrvalsdeildinni. Árið 2002 samdi Jón við Trier í Þýskalandi þar sem hann lék í ár.
Eins og flestir vita reyndi Jón Arnór fyrir sér hjá NBA liði Dallas Mavericks árið 2003 og varð annar leikmaðurinn til að vera á samningi hjá NBA liði á eftir Pétri Guðmundssyni. Jón varð síðar fyrsti íslendingurinn til að verða evrópumeistari í körfubolta er hann vann evrópukeppni FIBA með Dinamo Pétursborg.
Síðan hefur Jón Arnór spilað með sterkustu liðum í Evrópu utan ársins 2009 er hann samdi einnig við KR til árs og varð íslandsmeistari með liðinu. Auk þess var hann lykilmaður í íslenska landsliðinu sem komst á tvö stórmót en hann á að baki slétta 100 landsleiki.
Jón Arnór varð Íslandsmeistari með KR síðustu þrjú skipti og var í stóru hlutverki á síðasta tímabili sem lauk í mars þegar Covid faraldurinn skall á. Eftir það ákvað Jón að söðla um og ljúka ferli sínum hjá Val þar sem hann hitti fyrir Pavel Ermolinski og þjálfarann Finn Frey sem hann hafði unnið íslandsmeistaratitla með KR með.
Í samtali við Stöð 2 Sport eftir leik sagði Jón Arnór að þakklæti væri sér efst í huga þrátt fyrir tap.
Karfan sendir Jóni Arnóri þakkar kveðjur fyrir það sem hann hefur gert fyrir Íslenskan körfubolta og óskum honum velfarðaðar í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur.