Framundan eru tveir landsleikir hjá Íslenska karlalandsliðinu í forkeppni evrópukeppninnar 2021. Leikirnir eru gegn Belgíu og Portúgal.
Tilkynnt hefur verið að Jón Arnór Stefánsson mun leika sinn síðasta landsleik þann 21. febrúar í Laugardalshöllinni gegn Portúgal. Þetta verður jafnframt 100 landsleikur Jóns Arnórs og ætlar hann að segja þetta þetta gott við það tækifæri.
Hann hafði sjálfur tilkynnt þetta í samtali við Körfuna fyrir síðasta landsleikjahlé.
Jón sagði í samtali við Podcast Körfunnar fyrir um ári að 100 landsleikurinn yrði líklega sá síðasti. Meiðsli hafa hinsvegar frestað þessum 100. leik nokkuð en nú ljóst að hann fær kveðjuleik þann 21. febrúar.
Miðasala er hafin á leikinn og gera þessar nýjustu fregnir það að verkum að það er skyldumæting fyrir körfuboltaáhugamenn í Höllina. Jón Arnór er óumdeilanlega einn albesti leikmaður Íslands frá upphafi og hefur lagt gríðarlega mikið á vogaskálarnar síðustu 19 ár. Miðasala fer fram hér.