spot_img
HomeFréttirJón Arnór kynntur til leiks kvöld

Jón Arnór kynntur til leiks kvöld

12:12
{mosimage}

(Jón Arnór Stefánsson)

Í kvöld ætla Benetton Treviso að kynna Jón Arnór Stefánsson til leiks sem nýjan leikmann liðsins. Fyrst mun hann fara í gegnum læknisskoðun og svo verður blaðamannafundur í framhaldinu þar sem hann mun sitja fyrir og svara spurningum.

Eftir fundinn verður svo fyrsta æfingin hjá Jóni með nýjum liðsfélögum og þjálfara liðsins Oktay Mahmuti.

Jón kemur til með að leika í treyju númer 6 hjá Benetton og klæðist henni í fyrsta sinn þann 7. maí á heimavelli þegar Benetton tekur á móti Tercas Teramo í næst síðasta leik liðsins í deildarkeppninni.

www.kki.is

Fréttir
- Auglýsing -