spot_img
HomeFréttirJón Arnór komin í "níuna"

Jón Arnór komin í “níuna”

 Jón Arnór Stefánsson mun hefja sitt þriðja tímabil með CAI  Zaragoza á komandi leiktíð. Liðið þetta árið er nokkuð breytt frá því í fyrra en liðið missti til Valencia tvo nokkuð mikilvæga leikmenn, Belgan Sam Van Rossom og spænska landsliðsmanninn Pablo Aquilar.  En megnið af leikmönnunum frá síðasta tímabili er á sínum stað og þar má nefna kana þeirra Michael Roll og Joseph Jones. Svo hafa þeir bætt við sig Georgíumanninum Giorgi Shermadini sem ætti að reynast þeim vel í teignum. 
 
Okkar maður í liði CAI hefur breytt aðeins til og þá erum við ekki að tala um hárgreiðsluna. Jón Arnór hefur spilað í treyju númer 11 hingað til hjá CAI en mun skipta fyrir þetta tímabil og spila í því númeri sem hann ólst upp við í KR eða í treyju númer 9.  Hér að neðan má sjá myndband frá kynningu á leikmönnum liðsins næsta tímabil. 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -