spot_img
HomeFréttirJón Arnór í viðtali á KR-síðunni

Jón Arnór í viðtali á KR-síðunni

09:00 

{mosimage}

 

 

(Jón í leik með íslenska landsliðinu) 

 

Jón Arnór Stefánsson er að nýju á leið til Ítalíu en hann hefur samið við ítalska liðið Lottomatica Roma. Netverjarnir á www.kr.is/karfa tóku púlsinn á Jóni í gær og sagði hann aðalástæðuna fyrir félagsskiptunum vera þá að fá að leika í Evrópukeppninni.

 

"Ég bíð við símann", segir Jón Arnór

Jón Arnór Stefánsson var gríðarlega spenntur þegar heimasíðan ræddi við hann í kvöld. Hann var búinn að pakka og klár til að fljúga til Rómar en enn áttu félögin tvö eftir að ganga frá smáatriðum varðandi félagsskiptin. Jón Arnór lítur á skiptin sem spennandi tækifæri.

Hafa þessi skipti átt sér stuttan aðdraganda?
Það hafa verið samningaviðræður í tvær vikur, ég hélt að þetta hefði dottið upp fyrir en svo fékk ég þær fréttir seint í gær að samningar hefðu náðst. Það eru samt nokkur smáatriði sem þarf að ganga frá svo þetta sé alveg í höfn. Planið er þá að ég fari strax til Rómar á morgun í læknisskoðun sem ég þarf að standast svo samningurinn taki gildi. Ég er búinn að pakka og bíð bara við símann.

Breyttust aðstæður eitthvað hjá þér í Valencia?
Þetta er búið að vera mjög erfitt fyrir alla. Við erum með frábæra leikmenn en höfum einhvern veginn ekki náð saman inn á vellinum og allir spilað undir getu. Persónulega hef ég ekki verið ánægður hérna í langan tíma, ekki gengið vel og fengið fá tækifæri síðan við fengum nýjan þjálfara.

Hver er aðalástæðan fyrir því að þú skiptir um félag?
Rosalega spennandi tækifæri fyrst og fremst, að komast í Evrópukeppnina og að komast úr þessu umhverfi hérna í Valencia. Eins og ég sagði áðan þá hefur þetta verið erfitt undanfarið og dregið mann aðeins niður.  Þessi skipti eru nauðsynleg fyrir mig á þessum tímapunkti. 

Þú minnist á Evrópukeppnina, þú hefur spilað þar áður en ekki í Meistardeildinni, þar sem Roma er komið í 16-liða úrslit.
Já, það hafði mikil áhrif á ákvörðunina. Það verður gaman að takast á við þetta.

Hvað fyrirætlanir hafa Rómverjar með þig?
Þeir þekkja til mín þarna og ætla mér stórt og mikið hlutverk. Ég talaði við þjálfarann og framkvæmdarstjóra liðsins í dag og það var gott í þeim hljóðið. 

Þekkirðu eitthvað til þarna?
Ég hef spilað á móti þeim áður, þjálfari liðsins var með Bologna í fyrra og Ascrabic spilaði með mér í Rússlandi þannig ég þekki eitthvað til.

 

 

www.kr.is/karfa

Fréttir
- Auglýsing -