Í nýjustu útgáfu af Podcasti Karfan.is er rætt við geitina, Jón Arnór Stefánsson. Farið er yfir víðan völl, þar sem byrjað er á æskuárunum í KR, síðan miðskólann í Bandaríkjunum, NBA árið, ferilinn í Evrópu og margt fleira.
Þá er einnig tekin staða á landsliðinu og Dominos deildinni. Undir lokin er svo farið yfir hvar hann sér sjálfan sig á næstu árum.
Podcastið má einnig nálgast á rás Karfan.is á ITunes
Gestur: Jón Arnór Stefánsson
Umsjón: Davíð Eldur & Ólafur Þór
Dagskrá:
00:50 – Hvað finnst geitinni um viðurnefnið?
01:35 – Afhverju körfubolti?
06:40 – Miðskólaárin í Bandaríkjunum
10:00 – Árin með KR um aldamótin
11:20 – Háskólatilboðin
12:30 – Til Þýskalands sem atvinnumaður
16:35 – Til Dallas Mavericks
20:50 – Evrópuferillinn
48:50 – Herra Framtíð, Tryggvi Snær Hlinason
52:50 – Íslenska landsliðið í dag
55:40 – Þróun landsliðsins frá hans fyrstu leikjum
1:01:35 – Er líf atvinnumannsins gott?
1:03:30 – Ef ekki körfuboltamaður?
1:05:40 – Önnur áhugamál
1:07:10 – Umboðsmaðurinn
1:10:20 – Fimm manna úrvalslið samherja
1:12:00 – Hvern var erfiðast að dekka?
1:13:15 – Dominos og KR í dag
1:22:30 – Aukin umfjöllun um deildina
1:24:20 – Leikur sína síðustu landsleiki í sumar
1:27:15 – Hvað eru mörg ár eftir?