Jón Arnór Stefánsson þakkaði pent fyrir það að vera settur í byrjunarlið Valencia gegn Nancy með því að negla niður þrist þegar tvær mínútur voru liðnar af leiknum, en það voru fyrstu stig leiksins. Jón gerði gott betur og skoraði 10 stig á þeim 28 mínútum sem hann spilaði í leiknum og bætti við 2 fráköstum og 4 stoðsendingum.
Valencia sigraði leikinn 71-74 en Sam Van Rossom setti niður þrist þegar aðeins 17 sekúndur voru eftir af leiknum til að koma gestunum yfir. James Bell náði að koma þriggja stiga skoti af áður en flautan gall en það rataði ekki rétta leið og sigurinn Valencia manna.
Valencia hafa sigraði Eurocup keppnina þrisvar sinnum en ekkert annað lið hefur unnið hana jafn oft.
Resumen: SLUC Nancy 71 – Valencia Basket 74
CAS | Vídeo-Resumen: Ya puedes ver las mejores jugadas del partido de hoy en Nancy. ¡Primera victoria taronja en Eurocup! VAL | Vídeo-Resumen: Ja pots veure les millors jugades del partit de hui en Nancy. Primera victòria taronja en Eurocup!ENG | Video-Recap: Watch again the best plays on today's game on Nancy. 1st taronja Eurocup win of the season!
Posted by Valencia Basket Club on Tuesday, 13 October 2015
Mynd: Eurocupbasketball.com