Jón Arnór Stefánsson mun hætta að leika með íslenska landsliðinu í febrúar á næsta ári, en þá er næsti leikjagluggi liðsins í forkeppni Evrópumótsins 2021. Staðfestir hann þetta í samtali við Körfuna fyrr í dag.
Íslenska liðið leikur komandi fimmtudag gegn Belgíu í Laugardalshöllinni í þessari sömu forkeppni Evrópumótsins 2021. Mun sá leikur verða númer 99 hjá Jóni, en hann segir að áætlunin hafi alltaf verið leika yfir 100 leiki fyrir liðið.
Snemma á árinu tilkynnti Jón fyrst að hann hyggðist hætta að leikameð landsliðinu síðasta sumar, en sökum meiðsla var hann ekki með í þeim leikjum sem liðið lék þá.
Viðtal við Jón er væntanlegt á Körfuna með deginum.