spot_img
HomeFréttirJón Arnór: Er stoppari í Napólí

Jón Arnór: Er stoppari í Napólí

{mosimage}

Landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson er nú í miðri úrslitakeppninni á Ítalíu með liði sínu Carpisa Napoli og eru þeir komnir í undanúrslit og leika þar á móti Bologna. Staðan í einvíginu er 1-0 fyrir Bologna sem vann eftir æsispennandi leik sem fór í framlengingu. Karfan.is náði á Jón Arnór sem telur að Napolí eigi góða möguleika á því að komast í úrslitin á Ítalíu.

1. Hvernig metur þú möguleika Napoli í undanúrslitunum?

Ég tel okkur eiga mjög góða möguleika á að komast í úrslit. Þetta eru tvö sterk lið og rimman verður án efa spennandi.

2. Hvernig bolta eruð þið í Napoli að spila og við hverju megið þið búast

á móti Bologna?

Við spilum mjög hraðann bolta og skorum mikið. Við erum með

menn sem geta skotid boltanum og skorað í öllum stöðum á vellinum. Bologna

eru Euroleague lið og eru því með mjög breiðann hóp. Þeir eru með klassa

spilara í öllum stöðum og eru því mjög erfiðir. Þeir eru sterkir varnarlega

og með mjög hávaxidð lið. Það verður mjög mikilvægt fyrir okkur að stíga þá

út og frákasta, halda þeim frá körfunni og keyra á þá.

3. Hvert er þitt hlutverk í liðinu?

Ég er með mikið varnarhlutverk í ár og líkar mjög vel. Í sókninni tek ég mín skot og er "agressívur" ef á því þarf að halda og ég fæ opin faæri. Það skiptir í raun ekki miklu máli fyrir liðið þó ég skori 5 stig eða 20 stig, en heldur mikilvægara að ég spili sterka vörn. Þetta er svolítið nýtt fyrir mér en ég hef aðlagast þessu

hlutverki ágætlega og tekið þessari áskorun frá þjálfaranum mínum að verða einskonar "stoppari."

4. Hver finnst þér vera helsti munurinn á ítölsku deildinni og þegar þú

varst í Rússlandi?

Það eru fleiri sterk lið í þessari deild og samkeppnin um titla mun meiri. Boltinn er líka hraðari á Ítalíu.

5. Er það eins á Ítalíu og í flestum öðrum Evrópuliðum? Eru það

Bandaríkjamenn sem eru burðarásar í liðunum?

Ég get nú ekki sagt að það séu alltaf Bandarikjamenn sem eru áberandi burðarásar í þessum sterkustu liðum í Evrópu. Til þess að vera með sterkt lið í Evrópu er alveg eins mikilvægt að vera með góda Evrópu spilara. Hérna í Napolí er samt mjög áberandi hvað Ameríkaninn okkar er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur, enda valinn besti leikmaður deildarinnar í ár.

6. Hvort fer Benetton eða Roma áfram í hinni viðureigninni, nokkur orð um

þá viðureign?

Ég held ad Benetton sigri eftir mjög spennandi rimmu. Roma spilar mjög hægan bolta og skora ekki mikið, vörnin þeirra er sterk en það á ekki eftir að segja mikið á móti sóknardjörfu liði Benetton. Þeir eru með gríðarlega breiðann hóp og mjög sterkir á heimavelli.

Napolí og Bologna mætast aftur á morgun í annarri viðureign liðanna og er gríðarlega mikilvægt fyrir Napolí að ná sigri í leiknum.

Þökkum Jóni Arnóri kærlega fyrir spjallið

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -