Jón Arnór Stefánsson er ekki í tólf manna leikmannahóp Íslands sem mætir Kýpur í undankeppni evrópumótsins klukkan 14 í dag. Ólafur Ólafsson leikmaður Grindavíkur tekur hans pláss í liðinu.
Sigurður Gunnar Þorsteinsson er einnig utan hóps líkt og í leiknum gegn Sviss.
Jón Arnór er meiddur á hægra hné og getur ekki spilað þennan þýðingarmikla leik gegn Kýpur. Jón fann fyrir verk í gær sem ekki tókst að bjarga fyrir leikinn í dag og því situr hann á tréverkinu. Íslenska liðið á auðvitað fjóra leiki eftir í undankeppninni og því mikilvægt að hann sé klár í sem flesta leiki.
Þjálfaraliðið staðfesti þetta við blaðamann nú rétt í þessu og mun Ólafur Ólafsson taka sæti hans í hópnum.
Tólf manna hópurinn gegn Kýpur lítur því svona út:
# Nafn Staða F. ár Hæð Félagslið (land) · Landsleikir
4 Axel Kárason F 1983 192 cm Svendborg Rabbits (DEN) · 52
6 Kristófer Acox F 1993 196 cm Furman University (USA) · 6
8 Hlynur Bæringsson M 1982 200 cm Sundsvall Dragons (SWE) · 97
10 Ægir Þór Steinarsson B 1991 182 cm San Pablo Inmobiliaria (ESP) · 35
12 Elvar Már Friðriksson B 1994 182 cm Barry University (USA) · 13
13 Hörður Axel Vilhjálmsson B 1988 194 cm Rythmos BC (GRE) · 51
14 Logi Gunnarsson B 1981 192 cm Njarðvík (ISL) · 124
15 Martin Hermannsson B 1994 194 cm Étoile de Charleville-Mézéres (FRA) · 38
21 Ólafur Ólafsson F 1990 194 cm St. Clement (FRA) · 9
24 Haukur Helgi Pálsson F 1992 198 cm Rouen Metropole Basket (FRA) · 43
34 Tryggvi Snær Hlinason M 1997 215 cm Þór Akureyri (ISL) · 2
88 Brynjar Þór Björnsson B 1988 192 cm KR (ISL) · 49
Utan hóps gegn Kýpur:
7 Sigurður Gunnar Þorsteinsson M 1988 204 cm Doxa Pefkon (GRE) · 49
9 Jón Arnór Stefánsson B 1982 196 cm Valencia (ESP) · 84