{mosimage}
Jón Arnór Stefánsson verður ekki með íslenska landsliðinu á Norðurlandamótinu sem fram fer í Finnlandi í ágústbyrjun.
Jón Arnór er staddur á Spáni þar sem hann undirgengst læknisskoðun og meðferð vegna hnémeiðsla sem hafa verið að fylgja honum og þ.a.l. nær hann ekki að leika með íslenska liðinu á NM.
Gert er ráð fyrir því að Jón verði orðinn fullfrískur og reiðubúinn í slaginn þegar Ísland heldur til keppni í Evrópumótinu í B-deild dagana 6.-16. september síðar á árinu.
Mynd: www.visir.is