13:00
{mosimage}
Karfan.is náði tali af Jóni Arnóri Stefánssyni og sagðist hann vera búinn að ná sér og væri farinn að æfa á fullu og nú væri bara að sanna sig fyrir nýjum þjálfara.
Hans fyrsti leikur eftir meiðslin verður á sunnudag þegar Valencia heimsækir Gran Canaria, en með varaliði þess leikur Hörður Axel Vilhjálmsson með.
Það er bara vonandi að Jón Arnór nái sér á strik sem fyrst og hjálpi Valencia að komast í toppbaráttuna.
Mynd: Heimasíða Valencia