"Ég er bara komin með "Go" frá læknunum og er byrjaður að æfa með liðnu" sagði Jón Arnór Stefánsson þegar Karfan.is hafði samband við pilt, sem loksins byrjaður að æfa með liði sínu, Grenada á Spáni.
"Ég kláraði mína fyrstu heilu æfingu á fimmtudagskvöld og leið bara vel. Spilaði 5 á 5 og var að taka "contact" þannig að þetta er allt á réttri leið." sagði Jón Arnór og augljóslega mikil ánægja að vera komin aftur á parketið.
Læknarnir hjá Grenada gerðu hinsvegar ráð fyrir að Jón yrði lengur frá.
"Batinn er búin að vera ótrúlega góður. Læknarnir reiknuðu alls ekki með því að ég gæti byrjað að spila í desember, þannig að ég er á undan áætlun. Það var hinsvegar alltaf stefnan hjá mér að byrja í desember. Beinin voru fljót að gróa og ég hef gert lítið annað síðustu 5 vikur en að endurhæfa, og styrkja kvið og bak. Nú er bara að koma sér í leikform. Ég tel mig vera lengra kominn en þeir gefa skipun á og finnst eins og ég geti gert nánast allt. Ég þarf að passa að fara ekki frammúr sjálfum mér og hlusta á skrokkinn. " sagði Jón einnig.
Jón Arnór sem sagt brattur á framhaldið og aðspurður um hvort einhverjir eftirmálar væru eftir þessi meiðsl svaraði hann "Einu eftirmálarnir eru sterkari kviður og bak ! "
Jón mun halda áfram að koma sér í form og verður erlendis yfir hátíðarnar ásamt unnustu sinni.