spot_img
HomeFréttirJón Arnar tekur við ÍR liðinu

Jón Arnar tekur við ÍR liðinu

20:14

{mosimage}

Hlutirnar hafa heldur betur gengið hratt fyrir sig hjá ÍR ingum nú um helgina. Á föstudag tilkynnti Bárður Eyþórsson þeim að hann væri hættur og þeir Jón Örn Guðmundsson og Halldór Kristmannsson stýrðu liðinu gegn Fjölni í gær. En í dag réðu þeir svo Jón Arnar Ingvarsson sem þjálfara liðsins.

Jón Arnar hóf þjálfara ferilinn árið 1998 þegar tók við liði Hauka af Einar Einarssyni og endaði Hauka liðið í 8. sæti og féll úr úrslitakeppni í 8 liða úrslitum. 2002 var hann svo ráðinn þjálfari Breiðabliks og endaði liðið í 10. sæti það ár og árið eftir féllu þeir svo undir hans stjórn í 1. deild. Þar stýrði Jón Arnar liðinu fram á mitt síðasta tímabil þegar hann lét af störfum.

Jón Arnar sem er fæddur 1972 lék mest allan sinn feril með Haukum en þar hóf hann að leika í Úrvalsdeild haustið 1988 og lék 315 leiki með Haukum, hluta úr tímabilinu 1997-98 lék hann með Castors Braine í Belgíu og undir leik ferilsins lék hann 25 leiki með Breiðablik. Auk þess hefur Jón Arnar leikið 102 A landsleiki fyrir Ísland.

[email protected]

Mynd: kki.is

Fréttir
- Auglýsing -